Veitingahúsið Varmá
Bragðgóð upplifun · Matur úr héraði · Hveraeldun
Kokkarnir á veitingahúsinu Varmá eru stoltir af upprunanum og leita ekki langt yfir skammt til að finna innblástur fyrir matseld sína. Þeir vinna eftir leiðarorðum eins og hægeldun, hráefni sem fylgja árstíðunum og hráefni úr héraði. Útkoman er bæði fersk og bragðmikil.

Hveraeldun
Veitingahúsið Varmá er eitt fárra veitingahúsa á landinu sem notfærir jarðhitann sem eldunaraðferð. Þessi aðferð hefur verið nýtt af íbúum á jarðhitasvæðum allt frá því að land byggðist og hefur þróast töluvert í gegnum aldirnar. Matur sem er eldaður í hveragufu fær áferð og bragð sem er alveg einstakt.

Veisla fyrir öll skilningarvitin
Það eina sem gæti mögulega staðið matarupplifuninni á Varmá framar er útsýnið úr veitingasalnum. Stórir gluggar prýða veitingasalinn og útsýnið yfir Varmá, grænar hlíðar og gróin gil því óhindrað í allar áttir.
Við bjóðum upp á veisluþjónustu.
Hafðu samband á info@frostogfuni.is
eða í síma 483 4959 til að fá nánari upplýsingar.
Bóka borð
Fylltu út formið hér að neðan til að bóka borð á veitingahúsinu Varmá.
Takk fyrir!
Því miður kom upp villa - vinsamlegast reyndu aftur síðar.
Kynntu þér nánar
Fréttir af okkur
UM OKKUR
Fyrsta flokks hótel í töfrandi umhverfi – aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Dýfðu þér í heitar náttúrulaugar, dekraðu við þig í mat og drykk og njóttu einstakrar náttúrfegurðar í rólegu umhverfi.
HAFA SAMBAND
Hverhamar, 810 Hveragerði
483 4959
8:00–23:00 (lau-sun, 8:00–20:00)
info@frostandfire.is
Við svörum innan sólarhrings
© Frost & Fire Hotel. All Rights Reserved.