Fundir
Skemmtilegri fundir í fögru umhverfi
Hótel Frost & Funi er góður og spennandi valkostur fyrir fundahöld. Staðsetningin er kjörin fyrir hópa sem vilja hittast í fallegu og rólegu umhverfi en njóta á sama tíma frábærrar þjónustu og fundaraðstöðu.

Hugsað fyrir öllu
Aðstaðan til fundahalda er fyrsta flokks og er fundarherbergið sérhannað til að gleðja augað og tryggja þægindi gesta. Þar eru meðal annars stólar frá Syrusson hönnunarhúsi sem eru þægilegir og sérstaklega hannaðir til að veita líkamanum stuðning í lengri fundahöldum.

Hentar hópnum þínum
Ef fundargestir gista á hótelinu getum við komið fyrir hópum sem telja allt að 55 manns, auk þess að útvega fundaraðstöðu og veitingar. Stærri fundi er hægt að halda í sal veitingahússins á hótelinu en þar rúmast 50 manns, jafnvel fleiri eftir því hver bókunarstaðan á hótelinu er.

Sérsniðin þjónusta
Við útvegum allan helsta tæknibúnað sem þarf fyrir fundi, svo sem skjái sem hægt er að tengja við tölvu, þráðlaust net og fleira. Starfsfólk er svo boðið og búið að aðstoða við skipulagningu og uppsetningu fyrir fundi. Hafið samband á til að fá verð og nánari upplýsingar.
Kynntu þér nánar
Fréttir af okkur
UM OKKUR
Fyrsta flokks hótel í töfrandi umhverfi – aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Dýfðu þér í heitar náttúrulaugar, dekraðu við þig í mat og drykk og njóttu einstakrar náttúrfegurðar í rólegu umhverfi.
HAFA SAMBAND
Hverhamar, 810 Hveragerði
483 4959
8:00–23:00 (lau-sun, 8:00–20:00)
info@frostandfire.is
Við svörum innan sólarhrings
© Frost & Fire Hotel. All Rights Reserved.