Reykjadalur
Reykjadalur hefur á undanförnum árum orðið einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á svæðinu. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal, en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. Útsýnið yfir Djúpagil og Djúpagilsfoss er engu líkt og ekki er síður heillandi að horfa yfir Klambragilið þar sem sjá má gufuaugu og vellandi leirhveri.

Hér og þar má finna leynistaði í ánni þar sem hægt er að baða sig án þess að trufla aðra eða verða fyrir truflun sjálfur. Eftir því sem ofar er komið hitnar vatnið í ánni þannig að göngufólk ætti að geta fundið stað með hitastigi sem hentar því fullkomlega.

Gangan upp Reykjadal er þokkalega auðveld en þó er mikilvægt að víkja ekki út af merktum gönguleiðum. Þar sem dalurinn er virkt hverasvæði geta leir- og gufuhverir leynst víða, jafnvel verið faldir gróðri, og því erfitt að sjá þá. Því er öruggast að fylgja alltaf gönguleiðinni.
Kynntu þér nánar
Fréttir af okkur
UM OKKUR
Fyrsta flokks hótel í töfrandi umhverfi – aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Dýfðu þér í heitar náttúrulaugar, dekraðu við þig í mat og drykk og njóttu einstakrar náttúrfegurðar í rólegu umhverfi.
HAFA SAMBAND
Hverhamar, 810 Hveragerði
483 4959
8:00–23:00 (lau-sun, 8:00–20:00)
info@frostandfire.is
Við svörum innan sólarhrings
© Frost & Fire Hotel. All Rights Reserved.